Færsluflokkur: Bloggar
Jæja það fjölgar svoleiðis og fjölgar hjá okkur í Sniglunum , Tvö barnabörn í beinan ættlegg , en Rögnvaldur (eða þannig) er á ofurhraða að fjölga barnabörnum í óbeinan ættlegg hann á líka tvö .
Þetta er hann Tóti litli Þórunnar ömmu son
ekkert smá mikill dúllurass , enda undan eðal fólki kominn.
mússí mússí
Bloggar | 27.8.2013 | 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæra löðregla.
Ég vil tilkynna um yfirvofandi morð.
Þannig er mál með vexti að ég hef eina vinkonu mín stórlega grunaða um að reyna að drepa mig.
Ég held jafnvel að hún sé á tvöföldum launum við að drepa mig þannig að þetta eru þá skattsvik líka.
Hún vinnur á veitingastað hér í bæ og fær fríkeypis að borða í hádeginu.
Þetta er sko ekkert slor sem hún er að narta í eða afgangar sem gestirnir vildu ekki. Ó-nei.
Þetta eru svoleiðis stórfiskarnir og sósurnar og ég veit meira að segja til þess að hún hafi sporð-rennt aftasta hlutanum á bróðir hans Keikó dýfðu í soja og wasabi á virkum degi.
Eru ekki einhver lög sem ná yfir það að hún sendi mér ljósmyndir í lit af fiskinum á diskinu?
Hvað með velferðaráðuneytið? Er búið að leggja það af?
Ég er algjörlega í öngum mínum hérna heima að fá mér eggjasalat á Tuc-kexi með kaffisopa og hef því samband við ykkur.
Hvað á ég að gera? Hvert á ég að snúa mér? Ég vil ekki deyja úr afbrýðisem alveg strx.
Ég er nefnilega að fara til spáns að hitta Frankó og Maríu Meyju.
Með von um að þú hafir ráð undir svína-rifjunum sem verða í matin hjá mér á morgun.
Yðar
Eigöst
Bloggar | 6.6.2013 | 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eru bara komnir.... Í-ha.
Djös er ég spennt að máta þetta og sko ég er alveg gjörsamlega til í að hitta ykkur á föstudagskveldið
ef þið getið.
Nú verðum við að vanda valið á bleiku hárkollunum :-)
Og bleika naglalakkinu og glimmerskónum :-)
Gvöððððð ég er svo spennt. Ætli það sé ekki bezt að ég sendi frú Margréti línu og árétti við hana að hafa hvítvínið drykkjarhæft.
Ég fer ekki eina ferðina enn með ykkur svoleiðisbláedrú að þið gætuð haft barn á brjósti.
Ég er búin að senda Frú Margréti línu.
Svo er ég líka búin að sjá myndir af Tótu í gallanum og Frú Ingiríði og ég sver að ég hlakka ekkert smá til að mæta :-)
Lifi byltingin og kaffið!!
Bloggar | 8.2.2013 | 12:37 (breytt kl. 12:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sko ég var næstum dauð úr tiltekt og þrifum og röðun og saumaskap og fataviðgerðum.
Já og eldamennsku og svo varð ég að taka líkþorn af tánni á mömmu.
Svo sat frú Laufey bara þarna og ég svoleiðis hamaðist og hamaðist.
Já hún hamaðist líka við að hekla svona klukkur sem er svo sett á ljós og sagði mér sögur af löngusíðan dauðu fólki.
Sver það að henni féll varla verk úr hendi og svoleiðis orðin 91 og hálfs.
Já og svo ætla ég að segja ykkur það að þetta blaktandi strá í vindi, hún móðir mín borðar allavegana 7 sinnum á dag.
Sko hún vaknaði og fékk sér morgunmat og pillur.
Svo greiddi hún sér og var strax farin að hafa áhyggjur af því hvað væri í hádegismat.
Svo borðaði hún hálfa brauðsneið og hálft egg og 1 bolla af soðnu vatni.
Nú og þá var klukkan orðin 12 svo að þá varð hún að fá hádegismat og kaffisopa og á meðan hlustaði hún á dánartilkynningar.
Svo fékk hún sér kaffi og kleinu og 1/8 úr epli.
Nú og þá varð að taka til handa henni síðdegishressingu og soðið vatn.
Svo var kvöldmatur og að sjálfsögðu desert á eftir sem hún borðaði hálfan.
Svo orgaði hún allt í einu "ésúss minn, er ekkert með kaffinu?"... þá var hryggurinn sem ég eldaði bara að "legge sæ" í mallanum á mér.
Muniði hvernig var að vera með smábarn sem er alltaf borðandi?
Það er þannig að vera með mömmu nema það er allt í stafrófsröð og skínandi hreint hjá mér.
Hils
Áskúra
Bloggar | 8.2.2013 | 12:34 (breytt kl. 12:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gvöð og englarnir voru að ræða saman.
"Hvurnig er meðana Ágústínu?"
"Á hún engin barnabörn?" sagði Gvöð við englana.
"Nei, við höldum að það sé allt ónýtt sem undan henni kemur" sagði englakórinn.
"Nú! sagði Gvöð... ég sé ekki betur en að hann Rögnvaldur hennar sé með barn í maganum".
"Já það, sagði englakórinn"... " Nei hún fékk hann svona".
""Við vorum fullir og vorum að fíflast jólahlaðborðinu fyrir 15 árum" sagði englakórinn.
"Var ég ekki búin að banna ykkur að leika ykkur með óléttuprikið?"
"Muniði ekki eftir því þegar þið bjugguð til hann Róbertínus?"
"Jú, auðvitað munum við eftir því, það er nú ekki hægt að gleyma svoleiðis hvirfilvindum" sagði englakórinn.
"Æji, í guðana bænum sendiði henni strákinn sem situr þarna uppi á borði með kórónuna á hausnum".
"Ertu að meina hann Þórbert?" spurði englakórinn.
" Á hann ekki að verða forseti?" spurði englakórinn.
"Jú, auðvitað" sagði Gvöð...
"Verðum við þá ekki að setja í hann gáfurnar hennar Ágústínu" sagði englakórinn.
Bloggar | 27.4.2012 | 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í samtali við Völvuna sagði hún að mikil átök yrðu hjá Sniglunum. Völvan sagðist helst sjá lágan kassa, sem liti í fyrstu út eins og stór konfektkassi, sem yrði Sniglunum erfiður og eina vandanum myndi valda. Á þessum kassa væru einhverjar tölur sem virtust vera mjög breytilegar. En ástandið yrði erfiðara eftir því sem tölurnar væru hærri. Við fyrstu væri þetta eins og einhvurslax vísitölu kassi og fylgdi sömu reglu og neysluvísitalan en við nánari athugun þá væri þetta mun flóknara fyrirbrigði. Tauga -og rótarvandi áamt gráti og gnístran tanna virðist andlega tengdur þessum kassa. Völvan sagðist samt sjá að vandi þessi myndi að endingu opna kassann og þá kæmi í ljós að þetta væri alsaklaust verkfæri sem væri alveg laust við að vera andsetið að hinum vonda sjálfum eins og einhvur meðlimur hefur þráhaldið fram. Þegar Völvan var innt eftir fleiru tengt þessum hópi þá flissaði hún og sagðist sjá appelsínugula iðandi kös, Svan við sjó og flæðandi kampavín og mörg salatblöð ásamt óendanlega miklum hlátri.
Bloggar | 30.12.2010 | 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 30.11.2009 | 17:26 (breytt kl. 17:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fleiri myndir eru væntalegar af sögufrægri árlegri sukk og svínaríferð sniglanna en þetta er fyrsta myndin sem var tekin
ótrúlega mikil fagmennska á ferð
Bloggar | 30.11.2009 | 13:24 (breytt kl. 13:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bestu kveðjur
Ágústa.
Bloggar | 26.8.2009 | 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dúna Svanur var ægilega hamingjusöm með nýju leikföngin sín , og fréttst hefur að sælubrosið hafi ekki yfirgefið andlitið á Gunna síðan þá.
Já hún bætir hressir og kætir heimaleikfimin þrátt fyrir hreifióþol húsmóðurinnar.
Erum byrjaðar að hanna boðskortið og skipuleggja leiki og fleira fyrir brúðkaupið
Þemað verður Blátt fyrir Dúnu,Dabba og Drottinn
Bloggar | 28.7.2009 | 21:14 (breytt kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar