Frú Laufey

Sko ég var næstum dauð úr tiltekt og þrifum og röðun og saumaskap og fataviðgerðum.

Já og eldamennsku og svo varð ég að taka líkþorn af tánni á mömmu.

Svo sat frú Laufey bara þarna og ég svoleiðis hamaðist og hamaðist.

Já hún hamaðist líka við að hekla svona klukkur sem er svo sett á ljós og sagði mér sögur af löngusíðan dauðu fólki.

Sver það að henni féll varla verk úr hendi og svoleiðis orðin 91 og hálfs.

Já og svo ætla ég að segja ykkur það að þetta blaktandi strá í vindi, hún móðir mín borðar allavegana 7 sinnum á dag.

Sko hún vaknaði og fékk sér morgunmat og pillur.

Svo greiddi hún sér og var strax farin að hafa áhyggjur af því hvað væri í hádegismat.

Svo borðaði hún hálfa brauðsneið og hálft egg og 1 bolla af soðnu vatni.

 Nú og þá var klukkan orðin 12 svo að þá varð hún að fá hádegismat og kaffisopa og á meðan hlustaði hún á dánartilkynningar.

Svo fékk hún sér kaffi og kleinu og 1/8 úr epli.

Nú og þá varð að taka til handa henni síðdegishressingu og soðið vatn.

Svo var kvöldmatur og að sjálfsögðu desert á eftir sem hún borðaði hálfan.

Svo orgaði hún allt í einu "ésúss minn, er ekkert með kaffinu?"... þá var hryggurinn sem ég eldaði bara að "legge sæ" í mallanum á mér.

Muniði hvernig var að vera með smábarn sem er alltaf borðandi?

Það er þannig að vera með mömmu nema það er allt í stafrófsröð og skínandi hreint hjá mér.

Hils

Áskúra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband