Á laugardaginn fóru Sniglarnir samkvæmt beiðni yfirvalda á tvo staði. Ekki er fyrirsjáanlegt með afleiðingar. Í fyrsta lagi þá fór hópur Snigla í mikla vinnuferð í sveit nokkra, ægifagra. Í annan stað fór stór hópur Snigla, ægifagur í uppskeru. Hvað þar var uppskorið er ekki alveg víst. En hitt er víst að maður sáir eins og maður uppsker. Í sveitarferðinni var unnið sleitulaust allan sólarhringinn við umhirðu hrossa, hunda og pútna. Og rétt stoppað til að éta rúgbrauð með kæfu. Og stökkva með eggin sem Ingibjörg, Ingiríður, Ingifríður, Inga, Ingveldur, Ingólfur, Ingirós og Ingdís urpu svo fallega handa okkur í pönnukökubaksturinn. Hópurinn í uppskerunni var allan daginn að draga björg í barm og slétta, krulla, lita, mála, lakka, spreyja og rétt svona ýta undir myndugleikann og fegurðina. Höfðu þær einn snigla-unga teinréttan með í björguninni, lærðan í faginu. Í uppskerunni átu Sniglarnir mat sem ekki náðist á filmu, svo hratt var hann uppskorinn. En hitt er víst að sveita-Sniglarnir biðu með að gúffa í sig þar til mynduglegheitin voru mynduð. Seint um fyrripart kvölds, þegar uppskeran var rétt að byrja, lögðust sveita-Sniglarnir undir feld og horfðu á "Stellu dunda í Orlofi" og svo var eitthvað svolítið við "hana Mary". En uppskeru-Sniglarnir dudduðu við að dingla sér eins og "daðrandi drósir" með verðlaunaða valinkunna viljapilta á alla kanta við undirleik dynjandi harmonikkunnar frá "Dansandi rósum. Þegar allri þessari vinnu svo lauk, voru það örþreyttir Sniglar sem fóru ekki í gönguferðir, hvorki sunnudag né mánudag. ps. hver á þennan sumarbústað, já eða nei?
Flokkur: Bloggar | 12.11.2007 | 21:09 (breytt kl. 21:13) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vissi að þú myndir ekki klikka á þessu
Inga (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:55
Sælar,
Það hefur ekki verið gönguferð eða hreyfing af neinu tagi eftir helgina, fuss og svei.
En þið vitið hvað það er erfitt að klæða sig í sparifötin og á háa hæla (var búin að æfa mig í viku á hælunum). Kláraði líka kvöldið með stæl.
Við dansandi og dillandi sniglar vorum "FLOTTASTAR" og drukkum dónaskap á ströndinni af miklum móð. Veit að þið hinar stóðuð ykkur vel í sveitinni. Kv. TE
Tóta (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:43
Þetta hefur verið dásamlegt þarna hjá ykkur..........leiðinlegt að þessar "hátíðir" báru upp á sömu helgi......Er ekki frá því að forrétturinn ykkar hafi slegið okkar út....Það hefði verið gaman að sniglast með ykkur í sveitinni Kv. Solla
Solla (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.