Snigl-snigl

Góðan dag Sniglar. Ákveðið hefur verið á sjálfkjörnum stjórnarfundi að halda í sveit.  Það sem var ákveðið á fundinum var að taka með mat. Og rauðvín. Og vídómynd. Sem örugglega verður ekki tími til að horfa á aþí að við þurfum að vinna svo mikið. Hestarnir, hundarnir, hænurnar og mýsnar mjólka sig ekki sjálfar. Og ekki geta hestar steikt hamborgara handa sjálfum sér. Svo þarf líka að temja. Óhæft að vera með alla þessa 1. verðlauna stóðhesta og merar, ótamið. Snyrtivörur verða teknar með í ómældu magni. Naglalökk, hóffjaðrir, maskar, ilmvötn, krem og mjókkandi áburðir, grennandi mixtúrur, múkkáburðir, sundtjöld og bikíní verða allsráðandi. Ásamt vasaklútum og spáspilum. ( cash only ). Matseðill hefur verið ákveðin og er fastmótaður. Kjöt og kartöflur. Eða eitthvað annað. Gefin verður út innkaupalisti við fyrsta mögulega tækifæri. Vinsamlegast sankið að ykkur nauðþurftum fyrir föstudag og látið standa í forstofunni þar til að brottför verður. Brottför hefur verið ákveðin klukkan á milli heila og hálfa tímans. Og verður ekki breytt. Allar afsakanir fyrir ó-mætingu verða teknar á versta veg og talað um í tímans tönn. Eða við annað tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka svo til að fara að ......borða

Inga

inga (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:01

2 identicon

Ég ætla að færa ykkur morgunmat í rúmmið.... Hils Eigöst

Eigöst (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband