Svanaferð.

Það er nú margt skrítið í kýrhausnum og og víðar. Einhvurjum helv... blábjána ( örugglega verið karlremba ) datt það í hug að kalla verðandi brúðir "gæsir".. skil það nú ekki. Við SNIGLARNIR erum SVANIR. Við svönum. Svokallaðar Svanfríðir. Syndum á ógnar-snigli um vötn og firði. Jafnvel um sæi. Og svo náttúrulega sniglumst við í búðir og bæji. En við erum ekkert að sniglast við mat eða vín. Það er þá sem  hið sanna innræti kemur í ljós. Þá er tekið í endann á matnum og honum lauslega gúffað í sig þar til ekkert sést af honum nema endinn. Og þá rétt súpum við á vini til að skola munninn og klára endann og gera tunguna viðbúna desertnum. Rétt skolað með víni aftur til öryggis og svo aftur og þá að lokum dísætur desertinn. Nú og þá skola aftur og aftur til enn meira öryggis. Það má ekki blanda saman brögðum af kjeti og desertum. Við blöndum oft saman víni og tali. En við tölum samt allar meira en við getum drukkið af víni. Samt getum við drukkið doldið. Já, það hefur verið sagt um okkur og jafnvel við okkur... að við tölum. Og hvað með það. Því hefur nú verið logið á okkur að við séum gleymnar. Gersamlega óskiljanlegt. En eitt er þó öruggt og það er .... við gleymum aldrei að borða, kaupa í matinn, fara í ríkið eða að hafa sósu með matnum.EE636923_429long

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband