TÆR SNILLD VEGNA ABBAKVENNAKVÖLDS FYLKIS

Sæll eskan mín.

Ég bið hér með um leyfi til að fara á kvennakvöld Fylkis með stúlkunum í drykkjukvennaklúbbnum Sniglarnir.

Þetta er laugardagskveldið 21. Febrúar og hefst kl 19 hundruð.

Ég hefi ekki heyrt annað en að þarna sé siðsemin höfð að leiðarljósi. Hef það frá fyrstu hendi Dúnfríðar.

En þar sem að búningar koma þarna við sögu gæti ég þurft að vera mætt fyrr.

Jafnvel svona um 5 leitið. Ég er samt ekki með mætingatíma á hreinu.

Ég vona að þú sjáir þér fært að veita þetta leyfi þó að þetta sé með stuttum fyrirvara.

Ég myndi algjörlega sjá um að þú ættir hangikjöt I ísskápnum frá nítjánhundruðfjerutíuogfjegur

eða allavegana minna þig á að kaupa það sjálfur og þú gætir hitað upp aleinn um kvöldið.

Ég er búin að taka frá eitt gistipláss hjá Ingiríði eftir þessa skemmtun svo að þú þurfir ekki að sækja

mig  fyrr en þá í fyrsta lagi þegar ég vakna daginn eftir.

Ps. Svo viss var ég um að leyfi fengist  að ég er búin að kaupa miðann.

Þín ástkæra eiginkona.

Eigöst.

 

Kæra Eigöst.

Eiginlega veit ég ekki hvernig eða hvort ég eigi að svara þessari beiðni. Það er jú þannig að svar mitt skiptir í raun engu máli með niðurstöðuna. Hún þ.e. niðurstaðan er jú nú þegar fengin eins og þú tekur fram í niðurlagi erindis þíns.

 Mér er ekki um að það gefið að ganga um of á greiðasemi Ingiríðar með gistiþáttinn. L   Ég þarf að fara á fjörurnar við hana Ingiríði núna í byrjun marsmánaðar en ég þarf að bregða mér af landi brott. Mun dvelja í 2-3 daga í landi þeirra BMW manna. Hefði langað til að þess að pössun væri tryggð svo áhyggjur af reiðileysi þínu myndi eigi íþyngja mér.

 Varðandi áhyggjur þínar af meintum næringarskorti mínum þegar þér nýtur ekki við þá visa ég því á bug .Það er hinsvegar farið að halla mjög undan fæti með næringu þessa dagana. Nauðugur viljugur hef ég þurft að nærast á súpu og grænmeti. Jú ég sagði súpu og græmeti. Það er helst þegar þú ert ekki nærri sem ég get fært þetta í betra horf. Kjöt og kartöflur , sulta og mesta lagi baunir.

 Annars getum væntanlega haft nánara samband vegna þessa máls eftir formlegum leiðum t.d. á MSN eða fjésbókinni í kvöld ef það má trufla við ýsu-drátt framan við 364 rásirnar þínar. Ég verð online uppi í stofu.

 Þinn eiginmaður að eilífu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilla Sver

Ofboðslega á hún góðann mann..

Lilla Sver, 18.2.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband