BLÓMADAGAR Í HÖRDÍGÖRDÍ

Góðan Góðan daginn Sniglar.  Þar sem að senn líður að helginni góðu.... þá er akkúrat mál að senda skipulagið til ykkar. Eins og venjulega er allt skipulagt útí hörgul. Tímasetningar mega alls ekki klikka. Komið þegar þið viljið og farið áður en þið þurfið að fara að vinna á mánudaginn...Komið með það sem þið viljið á  grillið og ég sé um diska, glös og hnífapör, salat og sósur ......já já brúna, bleika og hvítar :-) Svo verður sungið og spilað á gítar og harmonikku og hljómborð og svo syngjum við Steini hástöfum.... ( Inga þú skammar okkur ekki núna ) og svo verður færeyskur dans. Brattabandið hefur verið stofnað að þessu tilefni. Við kveikjum upp í grillinu svona um 6 leitið og þið mættuð gjarnan vera komnar áður eða ekki. Sem sagt það er skipulagið sem gildir. Já það eru svo svona allskonar sölubásar og smakkbásar oní bæ.... ef þið viljið fá ykur forrétt. Annars eru nú oft einhverjir forréttir hjá okkur Róbert hehehe. Veriði svo ekki að trubbbbla mig ... ég er í skólanum

Bestu kveðjur

Ágústa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband