Hin árlega sukkferð Sniglanna var farin að venju. Það var "etið, drukk og verð glaðr" eins og undanfarið. Fallþungi var ekki sá sami við brottför og við komu á unglömbunum. Lauslega var nartað í heitreykta gæs og snöggristað heiðalamb af ný-slátruðu með úrvali af salati í forrétt. Í for-forrétt var ein dolla af Makkintossi og kíló af laufabrauðspörtum skolað niður með sjampói og Grandi. Rétt si-svona til að ekki festist þurrt brauðið í öndunarveginum. En aðalrétturinn var vandlega snyrtir halar af humri sem búið var að nudda vöðvabólguna úr með hvítlauk og jómfrúarolíu, og skola uppúr hvítvíni, til að stundin í ofninum yrði þeim skemmtilegri. Eldaðir við sérlega háan hita í örfáar mínútur og svo raðaðir í stafrófsröð á fat. Með þessu var drukkin rjómahvítlaukssósa og súraldin-sýrðu-rjómasósa. Til að ná niður hvítlauksbragðinu, var munnurinn baðaður inn á milli bita með hvítu... þarna já..... hvítu. Eða var það rautt? Svo var Heilsubælið tekið með trompi og fjarstýringu. Engar sögur fara af desertnum. En það var morgunmatur. Ekki var full mæting hjá Sniglum að þessu sinni. Einn var í útlöndum að kaupa jólagjafirnar okkar og hinn lá heima í áhyggjukasti yfir kortareikning fyrrnefndar, eða annarri lífshættulegri rótarvandabólgu. Jónar transport hafa boðist til að flytja heim allt það er kaupæðissnigillinn telur passlegt í sniglapakkana.
Búið er að leita álits hjá Helga dýralækni útaf þessu með rótarvandann. Hann sagði að það ætti að gefa henni pene-sílín og hvíla hana í viku-10 daga og binda um hana teygjubindi og skipta á hverjum degi. Ef hún væri þá ekki orðin góð, ætti að mynda hana. Helst á Canon 400 og fótósjoppa hana svo.
Þessi mynd verður tekin í næstu ammeríguferð, þar sem allt verður keypt sem hægt er.
Flokkur: Bloggar | 30.11.2009 | 17:26 (breytt kl. 17:27) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jiii!! Það sér ekki matur né vín á nokkrum manni
Lilla Sver, 30.11.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.