Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsti Snigillinn genginn út

DSC01366Samkvæmt nýjustu könnun eru nú 16% Sniglanna Giftir en ef sambúð er tekin með (Örugg sambúð) þá er hlutfallið komið í 33%

67% Sniglanna eru í óða önn að leita sér að maka, og leggja nótt við dag í leytarnar og fara um allt land og allan heim og víðar.


Solarhilsen

Kaeru sniglar

Her er bara sol og sandur og saetir strakar og kokteilar og krusidullur

En sakna ykkar nu soldid samt

hilsen Yfirbrunisnigill fra Portugal


Svanaferð.

Það er nú margt skrítið í kýrhausnum og og víðar. Einhvurjum helv... blábjána ( örugglega verið karlremba ) datt það í hug að kalla verðandi brúðir "gæsir".. skil það nú ekki. Við SNIGLARNIR erum SVANIR. Við svönum. Svokallaðar Svanfríðir. Syndum á ógnar-snigli um vötn og firði. Jafnvel um sæi. Og svo náttúrulega sniglumst við í búðir og bæji. En við erum ekkert að sniglast við mat eða vín. Það er þá sem  hið sanna innræti kemur í ljós. Þá er tekið í endann á matnum og honum lauslega gúffað í sig þar til ekkert sést af honum nema endinn. Og þá rétt súpum við á vini til að skola munninn og klára endann og gera tunguna viðbúna desertnum. Rétt skolað með víni aftur til öryggis og svo aftur og þá að lokum dísætur desertinn. Nú og þá skola aftur og aftur til enn meira öryggis. Það má ekki blanda saman brögðum af kjeti og desertum. Við blöndum oft saman víni og tali. En við tölum samt allar meira en við getum drukkið af víni. Samt getum við drukkið doldið. Já, það hefur verið sagt um okkur og jafnvel við okkur... að við tölum. Og hvað með það. Því hefur nú verið logið á okkur að við séum gleymnar. Gersamlega óskiljanlegt. En eitt er þó öruggt og það er .... við gleymum aldrei að borða, kaupa í matinn, fara í ríkið eða að hafa sósu með matnum.EE636923_429long

Lilla Sver biður að heilsa

 

 

 http://thoughtfulconservative.files.wordpress.com/2007/11/thanksgiving-sunbathing-turkey.jpg

 

Kæra alltsvo Ingibjörg

Skil nú ekki alveg til hvers við hinar sem heima sitjum náfölar og út-taugaðar, ættum að hringja í þig,

Þú flatmagandi, olíuberandi, kol-brúna, ástarsögulesandi í einari óáfengan Pina colada í hinari  sólbekkja-hrjótandinn þinn.

Það er okkur ekki einn einasti andsk… þægð að hringja í þig til að vita að vandræði þín þann daginn

felast aðallega í því að þú ert ekki búin að gera það upp við þig hvort að þú ættir að borða á ítölskun,

portúgölsku, spænskum, kínversku eða frönskum veitingastað það kvöldið.

Eða hvort að þú eigir að bera á þig sólaráburð með sítrónuilm eða ekki ….

Og þetta með að ég sé bara afbrýðisöm…

Kjaftæði…

Hils Lilla


Skrapp til Útlanda

on the cruiserSkrapp um helgina á pæjumót til Vestmannaeyja.

Fyrsta skipti sem ég kem til eyja og ég var orðlaus yfir magnaðri náttúrufegurð eyjanna.

Virkilega gott veður var líka framanaf en siglingin heim var heldur slæm fyrir suma .

Ég var náttúrulega bara við hjúkrunarstörf  fann ekki fyrir sjóveiki  iss.

Missti reyndar af afmælinu hennar Gústu en hugga mig við að hún var með mynd af mér og Ingiríði uppivið .

 

 


Ing Ing Ing og aftur Ing

Vinkonurnar Ingveldur, Ingibjörg, Ingifríður og Ingibjörg skrupp út á lífið um helgina. Þeir karlmenn sem litu dásemdirnar augum örguðu upphátt... "Ing, Ing, Ing, Inga bjútý.... þið eruð svo eggjandi.45-ára-Afmæli Ágúst 098

Ingurnar 4. Allar svo eggjandi.


Erna Snigladóttir Duxar í Versló

erna

TIl hamingju Ísland  , Dóttir okkar í sniglunum var að gera sér lítið fyrir og Dúxa í Versló á verslunarprófi , en þar sem hún var í háloftum þegar einkunnir voru afhentar þurfti Ester að taka á móti öllum verðlaununum og bikurunum. Kissing  Þessari mynd af Ernu okkar var lauslega stolið af netinu.  Innilega til hamingju .


Fréttir og tilkynningar

woman_running

Góðan dag Sniglar. Eins og þið hafið vonandi heyrt ( það er einginn sem verður frægur ef ekki er talað um hann )Þá hef ég verið að berjast í bökkunum við göngubakkann.Ég vakna á öðru augu svona um 06:25.Og er lögð af stað úr Hvergerði-Gerði um 06:30.Vakna svo á hinu auganu meðan það fyrra leggur sig yfir heiðina.Svo er mér hent óviljugri útúr bílnum við Sprengisand eða við Víkingsheimilið svona um 07:00Þá liggur leið mín fótgangandi eftir göngustígum að Skógarhlíð. Þetta eru svona rétt um 5 km og tekur svona 55 mín. Þá vinn ég til 16:00 og geng svo aftur áleiðis að Víkingsheimilinu eða Sprengisandi.Það eru líka 5 km. Það tekur svona 66 mínútur.Svo er ég í útréttingum til 19:00 og þá keyrir Rp mig heim og ég borða og er sofnuð rétt áður en ég er búin af disknum.Vakna svo aftur um 23:00 og geri mig klára fyrir svefninn.En engu að síður ætla ég að halda sérlegt Júróvisjón-partý…. Svona grillpartý með léttu ívafi.Og ég ætla svona rétt að vona að þið mætið allar.Það verður sérlegt hlaðborð að Hvergerðsknum hætti. Þið látið mig vita..Ps. Ég er búin að raða til borðs J

Hva??

Erum við bara 5? Nei ég var að fatta... ein tekur myndina

old-woman


Útlönd og aðrir erlendir staðir.

Mikið fart hefur nú verið á Sniglunum. petra-and-the-six-girls  Einn skrapp með galtóma ferðatösku  til Londres og ætlar að verzla hana fulla af peningum fyrir lítið. Peningar eru víst á vor-afslætti þar núna. Svo hefi ég heyrt að það séu í það minnsta 2 sniglar sem fara eins oft og eins hratt og þeir geta austur fyrir fjall. Einn snigill fer á alla leiki, jafnt leikna sem spilaða, í leik eða óleik. Einn Snigill er að ala upp barn. Sem verður næst mest uppalda barn á eftir RG í heimi. Svo er einn Snigill að fara á heimaþúfuna austur í Efra-Bakka-rassi. Til hefur staðið hjá henni að gera úrslita tilraun með að ganga út. Þær tilraunir sem verða notaðar eru: snyrting á öllum stöðum á líkamanum, földum sem óföldum, auglýsingar í sjoppum, upplestur og myndasýning á elliheimilum, útdeiling á glænýju símanúmerinu hennar ásamt mjög gamalli mynd af henni, Fótó-sjoppuð mynda af henni í Bikiníinu hennar Viktoríu Bekkhamm. Ef að þetta gengur ekki hjá henni í það skiptið,verður farið með hana á Blindramannahæli eða vitlausraspítala. Ps. þessi mynd rétt svo náðist af Sniglunum næsta vor.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband